Talsetrið ehf, kt 680905-0960, er umhugað um persónuvernd og leggjum við ríka áherslu á að tryggja öryggi og lögmæta notkun þeirra persónuupplýsinga sem við meðhöndlum í okkar starfsemi. Persónuvernd er mikilvæg í allri starfsemi Talsetursins. Nauðsynlegt er að skrá og vinna ýmsar persónu- og heilsufarsupplýsingar til að geta veitt sem besta þjónustu og sinnt þeim verkefnum sem talmeinafræðingum hjá Talsetrinu eru falin.
Þjónusta
Við veitum skjólstæðingum þjónustu á sviði greiningar, þjálfunar og ráðgjafar. Meðhöndlun persónuupplýsinga er oftast óumflýjanleg til að gera okkur kleift að veita umbeðna þjónustu. Við kunnum að meðhöndla persónuupplýsingar skjólstæðinga til að geta veitt þeim umbeðna þjónustu samkvæmt samningi eða til að gera ráðstafanir áður en gengið er til samninga varðandi þjónustuna. Við þurfum ávallt að afla tengiliðaupplýsinga og upplýsinga um kennitölu í tengslum við veitta þjónustu.
Persónuupplýsingar
Við söfnum sjálf eða fáum afhentar persónuupplýsingar um skjólstæðing þegar við veitum skjólstæðingum okkar þjónustu. Einnig fáum við oft afhendar upplýsingar frá þriðja aðila eins og þjónustumiðstöðvum, sálfræðistofum, Greiningar- og ráðgjafastöð eða öðru sambærilegu. Samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og réttindi skólstæðinga, þá eru talmeinafræðingar Talsetursins bundnir trúnaði varðandi þær upplýsingar sem skjólstæðingar og foreldrar/forráðamenn veitir þeim. Ef aðrir óska eftir upplýsingum um meðferð og stöðu skjólstæðinga okkar er það gert með skriflegu samþykki skjólstæðings eða foreldra/forráðamönnum. Þeir sem óska eftir upplýsingum eru iðulega Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, skólar, leikskólar, þjónustumiðstöðvar og annað sambærilegt.
Undantekningar á þessu trúnaðarákvæði er: 1.Þegar velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings er í húfi, þá ber heilbrigðisstarfsma….. Frekari upplýsingar um lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 er að finna á vefslóðinni http://althingi.is/ . Kvartanir vegna þjónustu heilbrigðisstarfsmanna berast til Landlæknisembættisins. Þá hefur einstaklingur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar ef þeir telja að ekki hafi verið fylgt ákvæðum persónuverndarlaga um meðferð á persónuupplýsingum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Persónuverndar, www.personuvernd.is.
Talsetrið getur breytt þessari persónuverndarstefnu og bætt við hana hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Slíkar breytingar kunna t.d. að vera gerðar til að samræma persónuverndarstefnuna við gildandi lög og reglur er varða persónuvernd hverju sinni. Allar breytingar á stefnunni verða birtar á vefsíðunni: www.talsetrid.is.
Persónuverndarstefna þessi tók gildi 12.12.2021.