Forfallagjald

Talþjálfunartímar og forföll

Skjólstæðingar eða foreldrar/forráðamenn eru ábyrgir fyrir mætingu skjólstæðinga í talþjálfunartíma. Engin áminning er send fyrir tímunum og því er mikilvægt að hafa tímana skráða hjá sér.

Við upphaf talþjálfunarlotu eru gefin upp símanúmer og tölvupóstur þess talmeinafræðings sem sinnir talþjálfuninni.

Vinsamlega tilkynnið forföll tímanlega (fyrir kl 16 degi fyrr) til talmeinafræðingsins sem sinnir talþjálfuninni.

Ef ekki er tilkynnt um foröll verður rukkað forfallagjald. Ef Sjúkratryggingar hafa samþykkt greiðsluþátttöku, greiðir SÍ aðeins þá tíma sem mætt er í. Þar af leiðandi fellur forfallagjaldið á skjólstæðing eða foreldra/forráðamenn.

Ef mikið er um forföll sem ekki er látið vita af eða seint er litið svo á að ekki sé vilji til að nýta sér þjónustuna sem er í boði á Talsetrinu og öðrum boðinn tíminn. Miðað er um þrjú slík tilfelli í einni talþjálfunarlotu.

 

Comments are closed